Maður sem var að vinna umferðareftirlit við Anfield, heimavöll Liverpool var stunginn á meðan leiknum stóð í gær.
Maðurinn starfaði við að stýra umferð í kringum leikvanginn og passa upp á að allt væri í góðu.
Hann hafði það náðugt á meðan leikurinn fór fram, þá var minna að gera en fyrir og eftir leik.
Á meðan 53 þúsund einstaklingar horfðu á stórsigur Liverpool á Watford var maðurinn stunginn.
Hann var stunginn klukkan 20:40 en leikurinn hófst klukkan 20:00, hann var fluttur á slyadeild.
Maðurinn er 31 árs gamall en meiðsli hans eru ekki lífshættuleg. Leitað er að hinum seka sem stakk manninn.