Kieran Trippier skoraði ansi klaufalegt mark í gær er Tottenham lék við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Trippier og félagar heimsóttu Chelsea á Stamford Bridge en þurftu að sætta sig við 2-0 tap.
Seinna mark leiksins var sjálfsmark Trippier en hann gaf boltann í eigið net, framhjá Hugo Lloris í markinu.
Bakvörðurinn missti einbeitinguna undir lok leiksins og var sending hans til baka mjög slæm og fór beint í markið.
Trippier er stuðningsmaður Chelsea en nú var rifjað upp gamla færslu sem hann setti á Twitter.
Trippier setti inn færslu árið 2014 er hann var hjá Burnley og skrifaði: ‘Áfram Chelsea,’ en óvíst er hvaða leik hann var að horfa á.