Gianluca Vialli, fyrrum leikmaður og stjóri Chelsea, fékk óvæntar fréttir frá félaginu árið 2000.
Vialli hafði stýrt liði Chelsea undanfarin tvö ár en hann lék einnig með liðinu frá 1996 til 1998.
Hann náði ágætis árangri með Chelsea en var óvænt rekinn í byrjun tímabils árið 2000 eftir fimm leiki.
Ítalinn hélt sjálfur að hann væri að fara fá væna launahækkun hjá félaginu en það reyndist alls ekki rétt.
,,Þetta var algjört sjokk. Ég var á æfingasvæðinu í byrjun tímabils og samningurinn minn var að renna út,“ sagði Vialli.
,,Við vorum í fjórða eða fimmta sæti deildarinnar. Þeir sögðu mér að hitta Colin Hutchinson, forsetann og yfirmann knattspyrnumála.“
,,Ég hélt að þeir hefðu áhuga á því að framlengja samninginn minn en við vorum ekki í efsta sæti svo ég var ekki með nein völd í viðræðunum.“
,,Ég keyrði frá æfingasvæðinu til að hitta stjórnina og þegar ég mætti var ég beðinn um að fá mér sæti.“
,,Ég hugsaði með mér hversu mikið ég ætti að biðja um, eina eða tvær milljónir punda.“
,,Í staðinn þá sagði Colin Hutchinson þeggar við mig: ‘Þú sagðir einu sinni að eftir þrjú ár þá breytiru annað hvort um leikmenn eða stjóra. Við ákváðum að breyta um stjóra.’
,,Ég sagði við hann: ‘Colin, ég hef sagt marga hluti við þig á lífsleiðinni og þú ákvaðst að hlusta á þetta!’