Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United er öruggur á því að 29 ár af sársauka hjá Liverpool haldi áfram.
Solskjær ku hafa tjáð leikmönnum Manchester United á sunnudag að Liverpool yrði ekki enskur meistari, þetta sagði hann eftir markalaust jafntefli gegn liðinu á sunnudag.
Ensk blöð segja að Solskjær hafi ekki verið hrifin af leik Liverpool en liðið ógnaði marki United lítið.
United spilaði heldur ekki vel en bæði lið misstu leikmenn í meiðsli í leiknum, jafnteflið kom Liverpool á topp deildarinnar.
Solskjær lét leikmenn United vita eftir leik að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að Liverpool yrði meistari. Hann teldi liðið ekki vera að spila nógu vel.
Stigið var ekki gott fyrir Solskjær og lærisveina enda datt liðið niður í fimmta sæti.