Brendan Rodgers er orðinn stjóri Leicester en hann tekur við af Claude Puel var rekinn úr starfi á sunnudag eftir slæmt tap gegn Crystal Palace.
Rodgers hefur áður starfað á Englandi hjá Reading, Swansea og síðan Liverpool. Hann hefur síðan starfað í Skotlandi.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool í dag er spenntur fyrir því að fá Rodgers aftur í enska boltann en fagnar því að hann sé ekki að taka við Everton.
Ástæðan er sú að Klopp er að leigja húsið sem Rodgers á í úhtverfi Liverpool. ,,Svo lengi sem hann tekur ekki við Everton, þá er þetta í lagi. Þá hefði hann kannski viljað húsið sitt aftur,“ sagði Klopp léttur.
Þegar Liverpool og Celtic mættust í æfingaleik í september hafði Klopp þetta að segja. ,,Það verður gaman að hitta leigjanda minn í fyrsta sinn, það er mikið sem við þurfum að ræða,“ sagði Klopp.
,,Það eru vandræði með lagnir og svo virkar sundlaugin illa.“
Mynd af sundlauginni má sjá hér að neðan en mynd af Rodgers var upp á vegg í húsinu, ætli Klopp sé ekki búin að tak hana niður?