fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Hótuðu að myrða Kjartan og heimsóttu heimili hans: 4 þúsund ætla að hylla Íslendinginn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 4 þúsund einstaklingar hafa hug á því að hylla, Kjartan Henry Finnbogason framherja Vejle í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Liðið heimsækir þá FCK á Parken í dönsku úrvalsdeildinni

Kjartan er nefnilega goðsögn í huga stuðningsmanna FCK sem er stærsta félag Danmerkur. Ástæðan er ansi merkileg.

Kjartan kom nefnilega í veg fyrir það að erkifjendur FCK, yrðu meistarar í fyrra. Kjartan skoraði tvö mörk fyrir Horsens, sem hann lék þá með í leik gegn Bröndby. Leiknum lauk með jafntefli og úrslitin urðu til þess að Bröndby yrði ekki danskur meistari.

Stuðningsmenn Bröndby sem einnig er í Kaupmannahöfn er afar illa við Kjartan á meðan stuðningsmenn FCK elska hann út af lífinu.

,,Varm velkomst til Finnbogason i Parken“ er viðburður á Facebook en fjögur þúsund einstaklingar hafa áhuga á að mæta á hann. Það á að hylla Kjartan þegar hann mætir til leiks á Parken. 1200 einstaklingar hafa staðfest komu sína og 1700 einstaklingar hafa hug a´því að mæta.

Eftir að Kjartan skoraði mörkin tvö í fyrra fékk hann meðal annars morðhótun. ,,Þegar að þú kemur til Kaupmannahafnar verður þú drepinn,“ var í skilaboðum sem Kjartan fékk til sín.

Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans var á tímapunkti hrædd um sig og fjölskylduna þegar stuðningsmenn Bröndby voru farnir að heimsækja heimili þeirra og labba um í garðinum. ,,„Það var á þeim tíma sem ég fór að hugsa með mér. Djöfullinn, hvað hef ég gert?,“ sagði Kjartan um málið.

Kjartan gekk í raðir Vejle á dögunum eftir stutta dvöl í Ungverjalandi þar sem hann fékk fá tækifæri.

Smelltu hér til að sjá viðburðinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn