Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, er með markmið fyrir leik liðsins um næstu helgi.
Liverpool mætir þá í heimsókn á Goodison Park en um er að ræða grannaslag á milli þessara liða.
Gylfi skoraði tvö mörk fyrir Everton í 3-0 sigri á Cardiff í gær en hann vill skemma titilvonir Liverpool.
Okkar maður var spurður út í það í dag hvort hann vonaðist eftir því að geta eyðilagt aðeins fyrir Liverpool á sunnudaginn.
Það eru ófáir stuðningsmenn Liverpool á Íslandi og gæti Gylfi því þurft að skemma aðeins fyrir þeim.
,,Já, auðvitað,“ sagði Gylfi. ,,Það skiptir ekki máli hvar þeir eru í deildinni samt, þú vilt alltaf vinna þessa leiki.“
,,Sérstaklega eftir hvernig þetta endaði þegar við mættum þeim síðast. Að tapa grannaslag þannig, verandi svona nálægt að fá stig á útivelli var svekkjandi.“
,,Það væri frábært að ná fram hefndum núna. Við viljum góða frammistöðu og önnur góð úrslit.“
,,Þetta eru leikirnir sem þú hlakkar til að spila áður en tímabilið byrjar.“