Lið Chelsea á Englandi var á dögunum dæmt í félagaskiptabann af FIFA sem gildir þar til í janúar.
Chelsea má því ekki kaupa leikmenn í sumar og ekki næsta janúar en félagið gæti þó reynt að fá frest.
Sá sem sér um Twitter síðu Chelsea virðist hafa steingleymt banninu eftir færslu sem var sett inn í kvöld.
,,Hvern vilt þú kaupa í sumar?“ skrifaði starfsmaður Chelsea á opinbera síðu félagsins.
Þessi færsla fékk þó aðeins að standa í nokkrar mínútur áður henni var eytt.
Chelsea hefur fest kaup á einum leikmanni, Christian Pulisic en hann kemur til liðsins frá Dortmund næsta sumar.
Chelsea er ásakað um að hafa rætt ólöglega við unga leikmenn og fékk því refsingu frá FIFA.
Hér má sjá færsluna sem vakti heldur betur athygli.