Everton er komið yfir í ensku úrvalsdeildinni en liðið leikur nú við Cardiff í Wales.
Staðan er orðin 1-0 fyrir gestunum frá Liverpool en markið var skorað á 40. mínútu í fyrri hálfleiks.
Það var að sjálfsögðu okkar maður, Gylfi Þór Sigurðsson, sem skoraði markið fyrir Everton.
Gylfi fékk boltann í vítateig Cardiff og lagði hann laglega í fjærhornið framhjá Neil Etheridge.
Gylfi var að skora sitt 56. mark í ensku úrvalsdeildinni og er nú markahæsti Íslendingurinn í sögu keppninnar.
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði á sínum tíma 55 mörk í efstu deild en Gylfi hefur nú bætt það met.
Virkilega laglegt mark hjá Gylfa sem má sjá hér.
Excellent through ball by @SchneiderlinMo4. Couple more please Everton. pic.twitter.com/g46fbyNnK4
— steve callaghan (@steve_cally) 26 February 2019