Daníel Tristan Guðjohnsen gekk í raðir Real Madrid síðasta sumar líkt og bróðir hans, Andri Lucas. Báðir höfðu þeir verið að spila í Katalóníu, Daníel með Barcelona en Andri Lucas með Espanyol.
Daníel er fæddur árið 2006 og verður því 13 ára á þessu en hann hefur staðið sig vel með unglingaliði Real Madrid.
Smelltu hér til að sjá sjá markið
Hann var á skotskónum á dögunum en mark hans var valið eitt það besta í unglingastarfi félagsins.
Daníel er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen en markið minnir talsvet á takta sem gamli maðurinn hefði sýnt á sínum ferli.
Markið hans má sjá í tenglinum hér að neðan.