Brendan Rodgers er að verða stjóri Leicester en hann hefur fengið leyfi frá Celtic til að ræða við félagið.
Claude Puel var rekinn úr starfi á sunnudag eftir slæmt tap gegn Crystal Palace.
Rodgers hefur áður starfað á Englandi hjá Reading, Swansea og síðan Liverpool. Hann hefur síðan starfað í Skotlandi.
Rodgers er sagður vera kominn til Leicester þar sem hann vonast til að klára viðræður og skrifa undir samning.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool í dag er spenntur fyrir því að fá Rodgers aftur í enska boltann en fagnar því að hann sé ekki að taka við Everton.
Ástæðan er sú að Klopp er að leigja húsið sem Rodgers á í úhtverfi Liverpool. ,,Svo lengi sem hann tekur ekki við Everton, þá er þetta í lagi. Þá hefði hann kannski viljað húsið sitt aftur,“ sagði Klopp léttur.
Klopp tók við af Rodgers árð 2015 og hefur síðan þá búið í húsi hans, eftir því sem við komumst næst hefur hann alltaf borgað leiguna á réttum tíma.
Klopp on Rodgers’ return to the PL: „As long as he’s not going to Everton I’m fine because then he might want his house back!“ #LFC
— James Pearce (@JamesPearceEcho) February 26, 2019