Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sá sína menn gera markalaust jafntefli við Manchester United um helgina.
Klopp hefur oft séð sína menn spila betur en Liverpool var ekki upp á sitt besta á Old Trafford. Fyrirliðinn Jordan Henderson var tekinn af velli á 70. mínútu leiksins í gær og kom Xherdan Shaqiri inná í hans stað.
Henderson tók lítið eftir því að Klopp hafði sett út aðra hendina og vildi fá að taka í spaðann á miðjumanninum. Henderson labbaði framhjá Klopp sem var ekki sáttur með það og bað hann vinsamlegast um að koma aftur.
,,Þú tókst ekki í hendina á mér,“ sagði Klopp við Henderson áður en hann fékk handabandið frá enska landsliðsmanninum.
Klopp vill að sínir leikmenn haldi í virðinguna og var ekki lengi að láta Henderson vita af mistökunum.
Nú segja ensk blöð að Klopp hafi svo haldið áfram í klefanum og lesið yfir Henderson, hann lét fyrirliða sinn heyra það all hressilega.