,,Það sem ég elskaði að steggja Ingimund Níels!,“ skrifar Albert Brynjar Ingason, framherji Fjölnis um góðan vin sinn, Ingimund Níels Óskarsson.
Albert og félagar voru að settja Ingimund Níels árið 2016 og fóru meðal annars með hann í Kringluna. Albert birtir myndbanda úr steggjun þeirra í dag.
Ingimundur lék sex leiki með Fjölni síðasta sumar en samningur hans þar er á enda. Hann lék með FH frá 2013 til 2014 og Albert og félagar gerðu grín að tíma hans þar.
,,Fyrir utan verslun Vodafone er Ingimundur Níels Óskarsson, leikmaður FH til tveggja ára án þess að vinna titil,“ sagði Albert Brynjar þegar hann talaði yfir alla Kringluna.
Ingimundur sat þá einn út í horni fyrir utan verslun Vodafone og Albert minntist aftur á slakan árangur hans með FH.
,,Það er ekki oft sem leikmaður spilar í tvö ár hjá FH án þess að vinna bikar.“
Myndband af þessari niðurlægingu má sjá hér að neðan.
Það sem ég elskaði að steggja Ingimund Níels! pic.twitter.com/IxzFw8iykh
— Albert Ingason. (@Snjalli) February 26, 2019