fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Heimtar að Chelsea skipti um fyrirliða: ,,Bróðir minn á að taka við“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það varð allt vitlaust á Wembley á sunnudaginn er Chelsea og Manchester City áttust við í úrslitum enska deildarbikarsins.

Markvörðurinn Kepa Arrizabalaga neitaði að koma af velli í framlengingu en hann hundsaði skilaboð þjálfarans Maurizio Sarri.

Kepa ákvað sjálfur að hann myndi klára leikinn og gerðu leikmenn Chelsea lítið til að breyta hans skoðun.

Þar á meðal fyrirliðinn Cesar Azpilicueta sem ákvað að blanda sér ekki í máli og reyna að leysa stöðuna.

Bróðir Antonio Rudiger, varnarmanns Chelsea, hefur nú tjáð sig um atvikið og segir að Azpilicueta ætti að vera sviptur fyrirliðabandinu.

Saif Rubie, bróðir Rudiger, tjáði sig um málið á Twitter en hann vill að Þjóðverjinn fái bandið í stað Azpilicueta.

,,Ég er aðdáandi Azpi en sem fyrirliði þá hefði hann aldrei átt að leyfa þessu að gerast,“ sagði Rubie.

,,Að mínu mati ætti hann að vera sviptur fyrirliðabandinu, settur úr liðinu um tíma og Rudiger á að taka við sem fyrirliði því hann er sannur leiðtogi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn