Gabriel Batistuta er framherji sem flestir ættu að muna eftir en hann var frábær fyrir lið Fiorentina á Ítalíu.
Batistuta spilaði með Fiorentinam frá 1991 til 2000 og skoraði 168 deildarmörk í 269 leikjum.
Mörg stórlið reyndu að semja við Argentínumanninn en hann segist hafa hafnað nokkrum álitlegum tilboðum í gegnum tíðina.
,,Ég naut þess aldrei að vera aðal stjarnan því um leið og þú verður það þá verður ábyrgðin meiri,“ sagði Batistuta.
,,Ég fékk mörg tilboð og sérstaklega frá Real Madrid, Manchester Unitd og AC Milan en ég vildi frekar frið hjá Fiorentina.“
,,Ef ég hefði farið til Madrid, þá hefði ég skorað 200 mörk og mér hefði byrjað að leiðast þarna.“
,,Það sama hefði gerst hjá Milan. Þó að ég hafi aldrei unnið stóran titil þá tel ég mig vera sigurvegara því ég hjálpaði Fiorentina að berjast við stóru liðin.“