Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu hjá Everton í kvöld sem mætti Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.
Everton vann sannfærandi 3-0 sigur í Wales og skoraði okkar maður tvö af mörkum gestanna.
Aron Einar Gunnarsson var á miðjunni hjá Cardiff og spilaði allan leikinn í tapinu.
Jóhann Berg Guðmundsson var einnig í eldlínunni en hann lék með Burnley sem tapaði 2-0 gegn Newcastle á St. James’ Park.
Leicester City vann þá góðan 2-1 heimasigur á Burnley og Huddersfield vann aðeins sinn þriðja sigur í vetur er liðið hafði betur gegn Wolves, 1-0.
Cardiff 0-3 Everton
0-1 Gylfi Þór Sigurðsson(41′)
0-2 Gylfi Þór Sigurðsson(66′)
0-3 Dominic Calvert-Lewin(93′)
Newcastle 2-0 Burnley
1-0 Fabian Schar(24′)
2-0 Sean Longstaff(38′)
Leicester 2-1 Brighton
1-0 Demarai Gray(10′)
2-0 Jamie Vardy(63′)
2-1 Davy Propper(66′)
Huddersfield 1-0 Wolves
1-0 Steve Mounie(91′)