Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt frábæran leik fyrir lið Everton sem spilar við Cardiff þessa stundina.
Leikið er í ensku úrvalsdeildinni en staðan er 2-0 fyrir Everton þegar um 12 mínútur eru eftir.
Gylfi hefur skorað bæði mörk Everton í leiknum og er kominn með 57 mörk í úrvalsdeildinni.
Gylfi var að skora sitt 11. mark í deildinni á tímabilinu og hefur jafnað eigið markamet.
Miðjumaðurinn skoraði 11 deildarmörk fyrir Swansea tímabilið 2015/2016 .
Það eru þónokkrir leikir eftir af deildinni og má sterklega búast við því að Gylfi bæti metið.