fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Aron Einar er hugsi: Af hverju fær Gylfi þessa gagnrýni? – Er þetta ástæðan?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verða í eldlínunni þegar Cardiff tekur á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Tveir mikilvægustu leikmenn íslenska landsliðsins á sama vellinum í erfiðustu deild í heimi.

Aron var ónotaður varamaður um liðna helgi en Everton er að spila sinn fyrsta leik í rúmar tvær vikur. Búist er við að báðir verði í byrjunarliðinu í kvöld.

,,Hann er mjög góður leikmaður, hann hefur skorað níu mörk á þessu tímabili. Við verðum að reyna að halda honum í skefjum,“ sagði Aron fyrir leikinn í höfuðborg Wales í kvöld.

Gylfi hefur fengið talsverða gagnrýni frá stuðningsmönnum Everton þrátt fyrir að vera jafn besti leikmaður liðsins á þessu tímabili.

,,Ég skil ekki þessa gagnrýni sem hann hefur fengið, hann hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni. Ég skil það að hann hafi kostað mikið og með svona verðmiða kemur pressa, ég skil það.“

,,Hann er samt með níu mörk og fimm eða sex stoðsendingar, þú veist hvað þú færð frá honum og hann er líklega sá leikmaður sem skapar mest hjá þeim.“

Aron telur að sú staðreynd að Everton hafi borgað 45 milljónir punda fyrir Gylfa, sumarið 2017. Sé ástæða þess að hann fái gagnrýni.

,,Gagnrýnin snýst eflaust um verðmiðann, hann er sterkur andlega og þetta hefur ekki áhrif á hann. Við verðum að passa vel að hann geri ekkert. Everton hefur samt fleiri leikmenn, þeir eru með gæði út um allan völl. Við verðum að spila okkar besta leik til að gera eitthvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn