Pep Guardiola, stjóri Manchester City, fékk að heyra fréttir á blaðamannafundi í dag.
Guardiola mætti á blaðamannafund fyrir leik City og Chelsea sem fer fram á sunnudaginn.
Þar var honum tjáð að Benjamin Mendy, leikmaður City, væri óvænt staddur í Hong Kong.
Guardiola hafði ekki hugmynd um það en hann hélt að Mendy væri staddur í Barcelona.
Blaðamaður tjáði Guardiola það að Mendy hefði sett inn færslu á Instagram og átti að vera staddur í Asíu.
Guardiola sagði að það væri svo sannarlega ekki í lagi en Mendy birti svo aðra færslu þar sem hann sagðist hafa verið að grínast.
Hér má sjá viðbrögð Guardiola.
„He is in Barcelona“
„No, he is in Hong Kong today..“ ?
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) 8 February 2019