fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ísak Bergmann er 15 ára en er að slá í gegn í Svíþjóð: Þjálfarinn heldur ekki vatni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson gekk í raðir IFK Norrköping á dögunum frá ÍA á Akranesi. Ísak er aðeins 15 ára gamall en faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson fyrrum landsliðsmaður og þjálfari ÍA í dag.

Ísak er að slá í gegn í Svíþjóð en hann lék 90 mínútur með aðalliði félagsins í æfingaleik gegn SC Farense á Spáni í gær

Oliver Stefánsson sem einnig kom á sama tíma frá ÍA, kom inn sem varamaður í leiknum.

Sænskir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á málinu enda er Ísak ungur að árum en byrjaður að láta til sín taka. Jens Gustafsson, þjálfari liðsins býst við að hann fái tækifæri í alvöru leikjum á komandi tímabili.

,,Ísak er gjörsamlega frábær, hann er bara 15 ára og spilar fótboltann svona. Það er unun að vinna með svona leikmanni,“ sagði Gustafsson við sænska fjölmiðla.

,,Miðað við hvernig hann spilar leikinn þá getur hann fengið tækifæri með okkur í ár, hann tekur yfirleitt rétta ákvörðun. Það er ekki algengt á þessum aldri, við þurfum að vinna í styrknum hans og hann hefur ekki tekið út allan þroska.“

Eins og fyrr segir kom Ísak til Norrköping frá ÍA en Arnór Sigurðsson sem einnig er frá Akranesi var áður í herbúðum Norrköping. Hann var seldur til CSKA Moskvu á síðasta ári.

,,Frá árinu 2015 hefur Arnór verið sá maður sem ég lít upp til,“ sagði Ísak um málið.

,,Ég lít upp til hans og ræddi við hann áður en ég kom hingað, hann gat ekki sagt neitt slæmt. Hann sagði þetta vera frábæran stað. Fólkið í kringum félagið er frábært, borgin er góð. Ekki of stór, ekki of lítil. Þetta er fullkomið, leikmenn hafa tekið mér vel.“

Ísak var beðinn um að lýsa leikstílnum sínum. ,,Ég er fljótur að hugsa, ég les leikinn vel. Það voru mörg félög sem vildu fá mig en Norrköping var besti kosturnn fyrir ungan leikmann eins og mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“