fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Ísak Bergmann er 15 ára en er að slá í gegn í Svíþjóð: Þjálfarinn heldur ekki vatni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson gekk í raðir IFK Norrköping á dögunum frá ÍA á Akranesi. Ísak er aðeins 15 ára gamall en faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson fyrrum landsliðsmaður og þjálfari ÍA í dag.

Ísak er að slá í gegn í Svíþjóð en hann lék 90 mínútur með aðalliði félagsins í æfingaleik gegn SC Farense á Spáni í gær

Oliver Stefánsson sem einnig kom á sama tíma frá ÍA, kom inn sem varamaður í leiknum.

Sænskir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á málinu enda er Ísak ungur að árum en byrjaður að láta til sín taka. Jens Gustafsson, þjálfari liðsins býst við að hann fái tækifæri í alvöru leikjum á komandi tímabili.

,,Ísak er gjörsamlega frábær, hann er bara 15 ára og spilar fótboltann svona. Það er unun að vinna með svona leikmanni,“ sagði Gustafsson við sænska fjölmiðla.

,,Miðað við hvernig hann spilar leikinn þá getur hann fengið tækifæri með okkur í ár, hann tekur yfirleitt rétta ákvörðun. Það er ekki algengt á þessum aldri, við þurfum að vinna í styrknum hans og hann hefur ekki tekið út allan þroska.“

Eins og fyrr segir kom Ísak til Norrköping frá ÍA en Arnór Sigurðsson sem einnig er frá Akranesi var áður í herbúðum Norrköping. Hann var seldur til CSKA Moskvu á síðasta ári.

,,Frá árinu 2015 hefur Arnór verið sá maður sem ég lít upp til,“ sagði Ísak um málið.

,,Ég lít upp til hans og ræddi við hann áður en ég kom hingað, hann gat ekki sagt neitt slæmt. Hann sagði þetta vera frábæran stað. Fólkið í kringum félagið er frábært, borgin er góð. Ekki of stór, ekki of lítil. Þetta er fullkomið, leikmenn hafa tekið mér vel.“

Ísak var beðinn um að lýsa leikstílnum sínum. ,,Ég er fljótur að hugsa, ég les leikinn vel. Það voru mörg félög sem vildu fá mig en Norrköping var besti kosturnn fyrir ungan leikmann eins og mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið