fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433

Carragher bendir á stór mistök sem Klopp gerði í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Mjög léleg frammistaða,“ sagði Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool eftir 1-1 jafntefli West Ham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Liverpool hefur gert tvö jafntefli í röð í deildinni og er forysta liðsins á Manchester City nú þrjú stig. Liverpool er áfram á toppi deildarinnar þegar þrettán leikir eru eftir.

,,Ég set svona frammistöðu ekki niður á pressu vegna stöðu liðsins, það voru bara svo margir leikmenn sem voru lélegir.“

,,Ég sagði í fyrradag að Manchester United væri með betri hóp en Liverpool, við erum að sjá merki um það.“

Carragher getur ekki með nokkru móti skilið af hverju Klopp leyfði Nathaniel Clyne að fara frá Liverpool á láni til Bournemouth í janúar. Skömmu eftir það meiddist Trent Alexander-Arnold.

,,Klopp gerði stór mistök með því að láta Nahaniel Clyne fara, ég skil ekki af hverju hann gerði það. Ég veit að það hafa verið meiðsli eftir það, hann þurfti samt ekki að láta hann fara.“

,,James Milner hefur spilað þar tvisvar, að horfa á hann spila þar þá trúi ég því varla hversu vel hann gerði sem vinstri bakvörður. Hann virkar eins og leikmaður sem veit ekki hvað hann á að gera.“

Naby Keita fær einnig gagnrýni frá Klopp. ,,Keita var mjög dýr fyrir félagið, hann tapar boltanum á miðsvæðinu. Firmino sást ekki í leiknum og ekki Saah heldur, við sáum ekkert frá honum.“

,,Það er áhyggjuefni, ekki vegna pressu til að vinna deildina, heldur vegna þess að ef smá meiðsli koma upp. Þá virkar liðið ekki nógu öflugt, þetta virkar ekki sama Liverpool lið og við höfum séð á síðustu mánuðum. Þetta virkar ekki rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill