fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Eina konan í starfi: ,,Ég vel þá eftir typpastærðum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Imke Wubbenhorst þjálfari BV Cloppenburg er eina konan sem er að þjálfa í fimm efstu deildum Þýskalands í karla knattspyrnu.

Það hefur vakið athygli en Wubbenhorst tók við starfinu á síðasta ári.

Wubbenhorst var áður aðstoðarþjálfari hjá félaginu en tók við starfinu þegar þjálfari liðsins var rekinn. Hún er áfram að stýra liðinu tímabundið en gæti fengið starf til framtíðar.

Blaðamenn í Þýskalandi hafa sýnt þessu áhuga og hafa verið að mæta til að taka viðtöl við Wubbenhorst.

Einn blaðamaðurinn spurði Wubbenhorst hvort hún myndi bíða eftir því að leikmenn væru komnir í föt, áður en hún talaði við þá, fyrir leiki.

,,Að sjálfsögðu, ég legg upp úr fagmennsku í starfi og vel þá í liðið eftir typpastærð,“ sagði Wubbenhorst.

Svarið hefur vakið athygli enda var spurningin heimskuleg og svarið á sömu nótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga