fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433

Dani Alves var nálægt því að fara til Liverpool – Vill til Englands

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Alves bakvörður PSG á sér þann draum að spila á Englandi en hvort sá draumur rætist er óvíst.

Alves verður 36 ára gamall þegar samningur hans við PSG er á enda sumarið 2019.

Sumarið 2008 var hann nálægt því að ganga í raðir Liverpool og síðasta sumar gat hann samið við Manchester City.

,,Ég var nánast búinn að ná samkomulagi við Liverpool, það gekki ekki upp að lokum en ég veit í raun ekki af hverju,“ sagði Alves sem fór frá Sevilla til Barcelona árið 2008.

,,Ég er með metnað til að spila á Englandi, það er draumur en ég veit ekki hvort það gerist. Ég vil halda áfram að vinna, ég vil spila þangað til að ég verð fertugur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Í gær

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United