fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433

Jurgen Klopp: Að skora fjögur mörk er stórkostlegt afrek

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 17. mars 2018 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Watford í ensku úrvalsdieldinni í dag en leiknum lauk með 5-0 sigri heimamanna.

Mohamed Salah gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum en Roberto Firmino var einnig á skotskónum, eftir sendingu frá Salah.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var að vonum afar sáttur með frammistöðu sinna manna í dag.

„Þetta var frábær leikur hjá okkur, ég reiknaði með mjög erfiðum leik og við hefðum alveg getað lent í miklu basli hérna í kvöld,“ sagði Klopp.

„Við vissum að við þurftum að vera með kveikt á öllum perum frá fyrstu mínútu og að við þyrftum að leggja okkur 110% fram í öllu því sem við vorum að gera. Mörkin sem við skoruðum voru líka frábær og strákarnir eiga stórt hrós skilið.“

„Þvílíkur leikur hjá Salah, að koma að fimm mörkum er magnað en að skora fjögur er stórkostlegt. Mörkin hans eru okkur gríðarlega mikilvæg því þetta getur allt talið í lok tímabilsins,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag