fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433

Conte aðvarar Hazard: Ekki gagnrýna mig aftur

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 11. mars 2018 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, stjóri Chelsea sendi Eden Hazard, sóknarmanni liðsins viðvörunarorð á dögunum.

Hazard gagnrýndi stjóra sinn óbeint eftir 0-1 tap liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Sóknarmaðurinn spilaði sem fölsk nía í leiknum en hann benti á, eftir leikinn að hann hefði getað spilað í þrjár klukkustundir gegn City, án þess að snerta boltann.

„Ég lét svipuð ummæli falla þegar að ég spilaði með Juventus. Við unnum Parma, 3-1 og þetta var toppslagur. Eftir leikinn kom landsleikjahlé þar sem að ég fór í viðtal og sagði að ég væri ekki sáttur með mitt hlutverk í liðinu,“ sagði Conte.

„Þegar að ég snéri aftur tók Lippi á móti mér og hraunaði yfir mig, fyrir framan alla leikmennina. Eftir æfinguna hringdi félagið í mig og hraunaði yfir mig, svo var ég sektaður.“

„Ég var svo settur á bekkinn og geymdur þar. Ég kýs að ræða frekar við leikmenn mína, maður á mann ef það er eitthvað,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot