fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433

Virgil van Dijk: Ég hefði átt að gera betur í seinna markinu

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 10. mars 2018 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Það var Marcus Rashford sem skoraði bæði mörk United í fyrri hálfleik en sjálfsmark frá Eric Bailly reyndist eina mark Liverpool í dag.

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool var svekktur með tapið og ósáttur með sjálfan sig í öðru marki United.

„Við komum okkur í vandræði. Ég hefði átt að gera betur í öðru markinu, ég bjóst ekki við því að fá boltann í mig þarna,“ sagði varnarmaðurinn.

„Hann skaust í mig þannig að þetta var smá óheppni líka. Þeir leyfðu okkur að vera með boltann og sátu til baka á eigin heimavelli, sérstaklega í seinni hálfleik og beittu skyndisóknum.“

„Við vorum í slæmum málum í seinni hálfleik og getum bara sjálfum okkur um kennt. Við þurfum að skoða vel hvað fór úrskeiðis í fyrri hálfleik,“ sagði Van Dijk að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“