

Arsene Wenger stjóri Arsenal er klár í að henda bæði Pierre-Emerick Aubameyang og Henrikh Mkhitaryan í djúpu laugina.
Arsenal heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og má búast við miklu fjöri.
Þessi grannaslagur er einn sá svakalegasti í Evrópu og mikið er undir. Bæði lið reyna að koma sér í Meistaradeildarsæti.
,,Þeir hafa reynsluna,“ sagði Wenger en Aubameyang og Mkhitaryan byrjuðu báðir sinn fyrsta leik fyrir félagið um liðna helgi.
Þá skoraði Aubameyang og Mkhitaryan lagði upp þrjú mörk þegar liðið slátraði Everton.
,,Þeir hafa spilað stóra leiki og vita hvað þarf að gera, þeir þurfa bara að einbeita sér og skilja hvernig við viljum spila.“
,,Við erum á miðju tímabili og af hverju getum við ekki endurtekið sömu frammistöðu og gegn Everton?.“