

Spánn á flesta fulltrúa af erlendum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni eða 31 talsins.
Spænskir knattspyrnumenn eru iðulega í hæsta gæðaflokki og hafa náð góðum árangri í Englandi.
Frakkland kemur í öðru sæti og Holland og Belgía þar á eftir.
Argentína og Þýskaland eiga bæði 14 fulltrúa í ensku úrvalsdeildinni.
Ísland á tvo fulltrúa í deildinni þá Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfa Þór Sigurðsson.
Lista um þetta er hér að neðan.
