

Craig Bellamy fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni er á því að David De Gea fari brátt frá Manchester United.
Bellamy var gestur á Sky Sports í gær og ræddi þar um framtíð De Gea.
Markvörðurinn er mikið orðaður við Real Madrid og þangað telur Bellamy að hann fari.
,,Hann er alvöru gæi, Real Madrid hefur horft á hann sem sinn fyrsta kost í mörg ár,“ sagði Bellamy.
,,Það er bara tímaspursmál hvenær hann fer þangað.“
,,Hann er með frábæra fótavinnu, hann les leikinn vel og framherja einnig. Hann ver mikið með löppunum. Hann er magnaður.“