

Emre Can miðjumaður Liverpool neitar að tjá sig um framtíð sína og hvað muni gerast í sumar.
Samningur Can við Liverpool er á enda í sumar og hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning.
Viðræður hafa eitthvað átt sér stað en í gær bárust sögur um að hann hefði samþykkt að ganga í raðir Juventus.
Þær sögur hafa lengi verið í gangi og ágætis líkur á að Can fari til Juventus.
,,Ég veit í raun ekki hvað gerist,“ sagði Can sem vildi lítið sem ekkert segja.
,,Núna er ég bara að hugsa um að spila fyrir Liverpool og það er það eina sem kemst að.“