

West Ham hefur gengið frá samningi við Patrice Evra út tímabilið, hann er 36 ára gamall.
Everton sýndi Evra einnig áhuga en hann vildi búa í London.
David Moyes vildi reyna að fá inn menn þar sem það gekk illa í janúar.
Evra var án félags eftir að samningi hans við Marseille var rift. Hann sparkaði í stuðningsmann félagsins fyrir leik.
Evra þekkir vel til á Englandi en hann átti frábær ár með Manchester United.
We love this game! #ForEvraBlowingBubbles pic.twitter.com/UugpXaL6um
— West Ham United (@WestHamUtd) February 7, 2018