

Paul Ince fyrrum landsliðsmaður Englands segir að Jose Mourinho stjóri Manchester United hafi komið Antonio Conte stjóra Chelsea úr jafnvægi.
Þeir félagar fóru að rífast í fjölmiðlum og skutu fast á hvorn annan.
Mourinho þekkir þessa leiki vel og segir Ince að þetta hafi farið illa í Conte.
,,Síðan þetta fór af stað hefur Conte verið öðruvísi og talar mjög neikvætt,“ sagði Ince.
,,Hann virkar ekki glaður eftir þetta stríð og það hefur bitnað á Chelsea.“
,,Það er augljóst að Mourinho tók Conte úr jafnvægi, eins og hann ætlaði að gera.“