

Liverpool notar Hans Leitert frá Austurríki til að skoða markverði sem gætu komið til félagsins.
Leitert er einnig að aðstoða á æfingasvæði Liverpool þar sem hann vinnur með John Achterberg markmannsþjálfara.
Síðustu mánuði hefur Leitert verið að skoða markverði sem gætu komið til Liverpool.
Jurgen Klopp skoðar það að fá inn nýjan markvörð í sumar en Simon Mignolet og Loris Karius hafa barist um stöðuna.
Hvorugur hefur náð að eigna sér stöðuna í lengri tíma en þeir eru báðir fremur mistækir.
Nú er Karius með stöðuna en möguleiki er á að Liverpool fái inn nýjan markvörð í sumar. Leitert starfaði áður með Tottenham og fann markverði fyrir félagið.