

Thomas Lemar kantmaður Monaco vill koma sér frá félaginu næsta sumar og er orðaður við stórlið á Englandi.
Bæði Arsenal og Liverpool hafa í raun staðfest áhuga á honum undanfarna mánuði.
Monaco vildi bjóða Lemar nýjan samning og hækka laun hans nú á dögunum.
Á því hafði Lemar ekki áhuga samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi. Hann vill frekar vera vera með lægri laun en að binda sig.
Lemar vill komast til Englands í sumar og gæti orðið afar eftirsóttur biti.