

Antonio Conte stjóri Chelsea hefur áttað sig á því að hann verði ekki stjóri félagsins á næstu leiktíð. Þetta segja ensk blöð í dag.
Conte gæti misst starfið á næstu viku en stjórn Chelsea ákvað að í gær að halda honum í starfi, í bili hið minnsta.
Slæm úrslit undanfarið hafa sett pressu á stjórann sem gerði Chelsea að enskum meisturum á síðustu leiktíð.
Roman Abramovich eigandi Chelsea hefur sýnt að hann hikar ekki við að reka stjóra sína þegar á móti blæs.
Luis Enrique fyrrum þálfari Barcelona er mest orðaður við starfið en sagt er að leikmenn Chelsea hafi fengið ógeð af Conte. Þeir eru sagðir þreyttir á hugmyndafræði hans og hvernig hann vill vinna.