

Ilkay Gundogan fyrrum miðjumaður Dortmund og nú leikmaður Manchester City gagnrýnir Pierre-Emerick Aubameyang.
Aubameyang kom sér í burtu frá Dortmund með því að vera með vesen og læti.
Hann komst til Arsenal en Gundogan sem fór frá Dortmund til Englands segist ekki geta hugsað sér að fara svona frá félagi.
,,Ég hefði ekki getað gert hlutina eins og Auba gerði þá,“ sagði Gundogan um málið.
,,Báðir aðilar verða að lifa með þessu, Dortmund missir góðan leikmann en ég vona að allt vesen hjá félaginu sé á enda.“