

,,Fyrst af öllu þá á United bestu stuðningsmenn í heimi á útivelli,“ sagði Ryan Giggs fyrrum leikmaður Manchester United.
Jose Mourinho hefur verið að gagnrýna stuðningsmenn félagsins fyrir lélega stemmingu.
,,Á heimavelli eru 75 þúsund stuðningsmenn svo það eru ekki allir sem eru vanir því að vera á vellinum, stuðningsmenn vilja að þeim sé skemmt.“
,,Stuðningsmenn á útivelli eru ekki þannig, þeir styðja liðið með lögum allan leikinn.“
,,Á heimavelli eru oft ellefu andstæðingar fyrir aftan boltann og þá þarftu að halda ró og stuðningsmenn líka.“