

Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool hefur boðið Jamie Carragher að koma og skoða líkama sinn.
Carragher sagði að Van Dijk þyrfti að létta sig en varnarmaðurinn kostaði Liverpool 75 milljónir punda í janúar.
Van Dijk hefur ekki náð flugi í byrjun og er enn að komast inn í hlutina hjá Jurgen Klopp.
,,Carragher getur komið inn í klefa og séð hvort ég þurfi að missa einhver kíló, ég held að ég þurfi þess ekki,“ sagði Van Dijk.
,,Ég var frá í átta mánuði, frá janúar og fram í september núna. Það er ekki einfallta ð koma til baka, ég var að taka stórt skref og öll augu eru á mér. Það eru öll smáatriði skoðuð.“
,,Ég einbeiti mér að sjálfum mér og liðinu, fólk má tala og hafa skoðun. Einn af mínum styrkleikum er að vera sama um það sama fólk segir, sérstaklega það neikvæða.“