

Wayne Rooney var gestur í MNF þættinum á Sky Sports í gær þar sem hann fór yfir málin með Jamie Carragher.
Rooney vakti mikla lukku í þætinum en þetta var hans fyrsti þáttur sem sérfræðingur.
Rooney gekk í raðir Everton síðasta sumar frá Manchester United. Hann og Carragher háðu harða baráttu á vellinum í gamal daga og Rooney skaut fast á þennan fyrrum varnarmann.
,,Það er frábært að vera hérna,“ sagði Rooney þegar hann var kynntur til leiks.
,,Ef ég á að vera heiðarlegur þá er þetta líklega það næsta sem Carragher hefur komist að ná mér, ég er viss um að hann muni njóta þess.“