

Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United efast um að hans gamla félag geti náð Manchester City á næstu leiktíð.
City er með yfirburði í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og United hefur verið að elta.
,,United mun ekki ná City á þessu tímabili og ef ég á að vera heiðarlegur þá held ég að það verði mjög erfitt á næstu leiktíð,“ sagði Rooney.
,,City er að ná sama stigi og Barcelona fyrir fjórum eða fimm árum. Það er ekki gaman fyrir mig að segja þetta en þeir eru nánast að spila hinn fullkomna fótbolta.“
,,Guardiola er að setja upp sömu hluti og hjá Barcelona og, þeir fá einn eða tvo leikmenn í sumar og gætu náð sama krafti og Barcelona gerði.“