

Wilson Tilve undrabarn frá Kólumbíu er þessa dagana til reynslu hjá Manchester United.
Þessi 16 ára leikmaður er sagður næsti James Rodriguez sem er samlandi hans.
Hann verður á reynslu hjá United í viku og gæti samið við félagið.
Í Kólumbíu vona menn að hann verði næsta stjarna fótboltans þar í landi.
Hann er samningsbundinn Club Atletico Colombia de Cartagena í heimalandi sínu.