

Það vakti mikla athygli í leik Watford og Chelsea í gær þegar Richarlison var tekinn af velli.
Richarlison sem er frábær leikmaður hefur ekki verið jafn öflugur og í byrjun tímabils.
Hann var tekinn af velli í 4-1 sigrinum á Chelsea og settist á bekkinn. Þá fóru tárin að flæða.
,,Ég grét því ég vildi spila og hjálpa liðinu,“ sagði Richarlison eftir leikinn.
,,Það skipti svo ekki máli því sá sem kom inn fyrir mig gerði vel og það var gott.“
Roberto Pereyra kom inn fyrir þennan efnilega leikmann frá Brasilíu og skoraði.

