

Troy Deeney framherji Watford er í klípu eftir fagn sitt í leik gegn Chelsea í gær.
Deeney kom Watford í 1-0 með marki úr vítaspyrnu en hann ákvað að gefa fingurinn út á loftið.
Framherjinn á nú í hættu á því að fara í fjögurra leikja bann eftir 4-1 sigur liðsins á Englandsmeisturunum.
Það yrði í annað sinn sem Deeney myndi fara í fjögurra leikja bann á þessu tímabili en áður fékk hann það fyrir handalögmál.
Enska sambandið er með málið á sínu borði og skoðar nú hvort og hvernig eigi að refsa Deeney.