

David Dea Gea markvörður Manchester United á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið.
United hefur þó möguleika á um að framlengja samninginn til 2020.
Félagið er byrjað að ræða nýjan samning við þenann öfluga markvörð.
De Gea þénar 210 þúsund pund á viku í dag og hann heimtar hressilega launahækkun til að skrifa undir.
Koma Alexis Sanchez til félagsins hefur breytt þar talsverðu ef marka má ensk blöð í dag.
Sagt er að De Gea vilji fá 375 þúsund pund á viku en það er hækkun um 165 þúsund pund á viku fyrir þennan einn besta markvörð í heimi.