

Watford tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.
Tiemoue Bakayoko fékk að líta sitt annað gula spjald á 30. mínútu og þar með rautt og Troy Deeney kom Watford svo yfir með marki úr vítaspyrnu á 42. mínútu.
Eden Hazard jafnaði metin fyrir Chelsea á 82. mínútu en þeir Daryl Janmaat, Gerard Deulofeu og Roberto Pereyra sáu um að tyggja Watford stigin þrjú og niðurstaðan því 4-1 sigur Watford.
Watford er er áfram í ellefta sæti deildarinnar með 30 stig en Chelsea er í því fjórða með 50 stig, einu stigi minna en Liverpool sem er í þriðja sætinu.