Það var allt vitlaust eftir leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Tottenham fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, Harry Kane skoraði úr annari þeirra en klikkaði á hinni.
Kane var þá sjálfur fyrir innan vörnina en Dejan Lovren ætlaði að hreinsa í burtu en boltiinn fór til Kane.
Í seinna vítinu var svo brotið á Erik Lamela en Joey Barton fyrrum leikmaður birtir nú mynd sem sýnir að Lamela er rangstæður.
,,Lamela er rangstæður að mínu mati, þá eru bæði vítin eftir rangstöðu. Trúi því ekki að dómarateymið sé að fá hrós, þeir dæmdu vitlaust í tvígang,“ sagði Barton og myndina sem hann birti má sjá hér að neðan.
Lamela offside for me. That’s both penalties offside. Can’t believe the officials are getting praise. THEY GOT IT WRONG! TWICE. pic.twitter.com/Y0oHYFUyWz
— Joey Barton (@Joey7Barton) February 5, 2018