Manchester United hefur samkvæmt spænskum fjölmiðlum áhuga á Mateo Kovacic miðjumanni Real Madrid.
Kovacic er í aukahlutverki á Santiago Benabeu og gæti viljað fara frá félaginu.
Erfitt er að komast að á miðsvæði Real Madrid með Toni Kroos, Luka Modri og Casemiro þar fyrir.
Kovacic er öflugur leikmaðru frá Króatíu en Juventus, Inter og Tottenham eru sögð hafa áhuga líka.
Vitað er að Jose Mourinho vill styrkja miðsvæði sitt í sumar þegar Michael Carrick hættir og Marouane Fellaini gæti farið frítt.