Swansea City hefur fengið ömurleg tíðindi eftir 1-1 jafntefli gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Leroy Fer sleit hásin og þarf að fara í aðgerð sem heldur honum frá út tímabilið.
Hollenski miðjumaðurinn var borinn af velli í fyrri hálfleik í leiknum.
Wilfried Bony sem kom aftur til félagsins síaðsta sumar kom inn sem varamaður í seinni hálfleik.
Hann sleit krossband í hné og verður ekki meira með á þessu tímabili, mikið áfall fyrir Swansea sem er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni.