Manchester City er í miklum sérflokki þegar það kemur að eyðslu í leikmenn á þessu tímabili.
City eyddi 282 milljónum punda í leikmenn í sumar og nú í janúar.
Það er tæplega helmingi meira en Manchester United en City seldi þó fyrir talsvert hærri upphæð en United.
Everton eyddi tæpum 200 milljónum punda í leikmenn en seldi líka fyrir rúmar 100 milljónir punda.
Chelsea eyddi næst mest en seldi líka fyrir hæstu upphæðina af öllum liðum.
Liverpool eyddi aðeins 10 milljónum punda þegar kaup og sölur eru teknar saman.
Um er að ræða upphæðir sem félög hafa nú þegar greitt eða fengið en ekki bónusa sem kunnu að vera í samningum.
Tölfræði um þetat er hér að neðan.