Mohamed Salah leikmaður Liverpool hefur gjörsamlega slegið í gegn á þessu tímabili.
Kappinn kom frá Roma fyrir 35 milljónir punda sem virðist í dag vera lítil upphæð.
Salah kom Liverpool í 1-0 gegn Tottenham í leik sem nú er í gangi.
Um var að ræða tuttugasta mark Salah í ensku úrvalsdeildinni og er hann sá fljótasti í sögu Liverpool til að ná 20 mörkum í ensku úrvalsdeildinni.
Salah þurfti aðeins 25 leiki í deildinni til að skora þennan fjölda.
📸 @22mosalah has become the fastest @LFC player to reach 20 #PL goals, in just 25 matches…#LIVTOT pic.twitter.com/th2KzjoVN0
— Premier League (@premierleague) February 4, 2018